The Icelandic Art Therapy Association
Listmeðferð er meðferðarleið sem byggir á sálfræðikenningum og myndsköpun.
Sálfræðikenningar sbr. tengslakenningar, þroskakenningar, samkenndarnálgun , hugræn nálgun og núvitund og leiðir í myndsköpun miðast við þá skjólstæðingahópa sem unnið er með hverju sinni.
Í listmeðferð er einstaklingnum skapað rými til persónulegrar tjáningar á tilfinningum og hugarheim með fjölbreytilegum myndlistarefnivið, í öruggu umhverfi undir umsjón listmeðferðarfræðings. Í vinnuferlinu er ekkert rétt eða rangt og því engin þörf á færni i myndsköpun. Takmarkið er ekki að gera listaverk eða „fallega mynd“ heldur er sköpunarferlið aðalatriðið til að styrkja sjálfsvitund og vinna úr erfiðum tilfinningum. Birtingarmynd myndmálsins (imagery) er mjög fjölbreytilegt og gefur tækifæri til að setja fram líðan og upplifanir sem erfitt getur verið að setja í orð. Úvinnsla þess er persónleg og er hlutverk listmeðferðarfræðingsins að aðstoða skjólstæðinginn í að finna út og skilja hvaða merkingu myndmálið og myndtjáningin hefur fyrir hann.
Skjólstæðingar listmeðferðafræðinga eru á öllum aldri; einstaklingar sem glíma við m.a. geðræn vandamál, hafa orðið fyrir alvarlegum áföllum eða eru að glíma við sjúkdóma eða fatlanir. Bæði er unnið með einstaklingum og hópum.
What is Art Therapy?
Art Therapy facilitates a creative, therapeutic process that is based on psychotherapy and art expression. Given very diversified groups of clients, Art Therapists adopt a variety of theories in their work, including attachment-based psychotherapy, development theory, compassion-focused, cognitive analytic therapies and mindfulness.
A qualified Art Therapist provides their client a safe platform to freely express their thoughts and feelings through a vast number of different art materials. The client needs not prior experience of art work as the quality of the end result is immaterial. What matters is the path to creation, and to utilise it to process difficult feelings and to enforce a positive self image. The imagery produced is very diverse and provides the client a way to express feelings and experience that may be too complex or too hurtful to articulate. The process is very personal and the Art Therapist‘s role is to assist the client in identifying the meaning and purpose of the imagery being created.
Art Therapy clients are of different ages. Some are dealing with mental health issues while others have been traumatised, or are battling physical diseases or handicaps.
Art Therapy is on offer both as private sessions and as group sessions.
Starf myndlistarkennarans miðast við það sem lagt er fyrir í námskrá. Hann kennir um hina formlægu/hlutlægu og fagurfræðilegu uppbyggingu myndmálsins. Einnig kennir hann um myndlistarefnin, tækniaðferðir, notkun áhalda og efna, strauma og stefnur í listasögu, listgagnrýni og undirbýr nemendur sem listnjótendur.
Listmeðferðarfræðingurinn leggur hins vegar meira upp úr vinnuferlinu sjálfu og sambandi sínu við skjólstæðinginn. Hann veitir athygli tilfinningalegum viðbrögðum, hegðun, vinnulagi, hvernig skjólstæðingurinn upplifir verk sitt, innihaldi verksins og hvað skjólstæðingurinn hefur um myndverkið að segja.
Listmeðferðarfræðingurinn skoðar persónuleg einkenni og þroskaþætti sem birtast í listaverkinu og hjálpar viðkomandi að vinna með þær tilfinningar sem koma upp á yfirborðið.
Fleiri stéttir nota myndlist sem leið í vinnu með eintaklinga og má þar nefna þroska- og iðjuþjálfa, en þar er áherslan á þjálfunarþáttinn, þ.e. að nota þær leiðir sem myndlistin býður upp á sem þjálfunartæki hvað varðar m.a. fínhreyfingar, skynjun og sjálfseflingu. Myndlistin getur einnig verið notuð sem leið til að efla félagsfærni og tómstundaiðkun.