The Icelandic Art Therapy Association
Anna Gréta Hrafnsdóttir B.ed (KHÍ), MSc í listmeðferð (Art Therapy) frá Queen Margaret University, Edinborg. BÝR OG STARFAR ERLENDIS.
Netfang: annagretah@gmail.com
Anna María Harðardóttir Anna María hefur starfað við listmeðferð á Stígamótum, Landspítalanum m.a. barna-, líknar-, geð- og krabbameinsdeildum, Rjóðrinu, á MS setrinu og á einkastofu. Hún lauk meistaraprófi í Listmeðferð frá New York háskólanum í New York 1990 og er með löggildingu (registered ATR) Félags listmeðferðarfræðinga í Ameríku (AATA). Hún starfar nú sem umsjónarmaður félagsstarfs og vinnustofu hjá MS Setrinu.
Ástríður Thorarensen BA í þroskaþjálfun, MA í listmeðferð (MA Art Psychotherapi) frá Gold Smith University í London.
Netfang: astathor@simnet.is Sími: 8623107
Birna Matthíasdóttir Birna Matthíasdóttir lauk Pgd. frá Queen Margaret University, Edinborg, árið 1998. Síðan hefur hún unnið sem listmeðferðarfræðingur með börn og fullorðna bæði inn í skólum og inn á sjúkrastofnunum ásamt því að reka sína eigin stofu. Undanfarin 8 ár hefur hún unnið að mestu hjá átröskunarteymi LSH á fullorðinsgeðsviði.
Netfang: mbirna@hotmail.com Sími: 6595502
Carolina Schindler Lærði listmeðferð til Bachelor gráðu (B.A.) í HAN háskólanum í Nijmegen í Hollandi og svo Master of Arts Therapies (M.A.) gráðu frá Freiburg háskóla í Þýskalandi. Áður en hún flutti til Íslands, í maí 2016, starfaði hún sem dósent í listmeðferð við listaháskólann í München (kenndi klíníska listmeðferð), og svo við HAN háskólann í Nijmegen þar sem hún kenndi aðferðafræði í listmeðferð, rannsóknir í listmeðferð og stýrði lærlingsnámi fyrir verðandi listmeðferðarfræðinga. Þar áður starfaði hún sem listmeðferðarfræðingur með eldri borgurum og á bráðageðdeild á háskólasjúkrahúsi í München. Þar gerði hún einnig listmeðferðarrannsókn árið 2015 sem nefnist: “Treatment expectations and treatment satisfaction related to therapeutic relationship- and self-efficacy aspects in the art therapy and the psychiatric nursing”. Carolina hefur víðtæka reynslu í einstaklings og hópmeðferðum við geðklofa, geðhvarfaklofa, þunglyndi, maníu, persónuleikaröskunum (sérstaklega borderline), kvíða, átröskunum, árátturöskunum, og elliglöpum. Starfar nú sem listmeðferðarfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL).
Netfang: carolinaschindler1@gmail.com Sími: 778 4393
Elísabet Lorange Elísabet er sjálfstætt starfandi listmeðferðarfræðingur. Frá 2006 hefur hún starfað á einkastofu ásamt því að þjónusta Foreldahús/Vímulaus æska, Ljósið, Líknardeild LSH, menntastofnanir, barnaverndanefndir og fleira. Elísabet lauk meistaraprófi í Listmeðferð frá háskólanum í Hertfordshire í Englandi 2005. Árið 1997 lauk hún B.Ed. námi frá Kennaraháskóla Íslands.
Netfang: elisabet.lorange@gmail.com Sími: 8246441
Erla Sigurðardóttir
Sími: 5578587
Fjóla Eðvarðsdóttir Lauk prófi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands 1986 og prófi í listmeðferð frá St. Albans College of art and design 1992. Hefur starfað í dagþjónustu fyrir þroskahamlaða og fatlaða. Hefur einnig starfað með börnum á einkastofu og í skólum. Undanfarin ár hefur Fjóla starfað á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða.
Netfang: fjolae@simnet.is Sími: 6615969
Íris Ingvarsdóttir
Íris starfar sem listmeðferðarfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) síðan 2015 og er einnig sjálfstætt starfandi listmeðferðarfræðingur á Miðstöð listmeðferðar. Íris hefur starfað við listmeðferð innan grunnskóla Reykjavíkur frá 1997-2011, lengst af í Austurbæjarskóla. Einnig hefur hún starfað á líknardeild Landspítalans-háskólasjúkrahúss og á einkastofu í Húsi Þerapeiu. Íris lauk meistaraprófi (MPS) í listmeðferð frá Pratt Institute í New York 1997. Hún nam við Sálfræðideild Háskóla Íslands 1983-1984. Lauk myndlistarnámi (BA) frá MHÍ 1988 og kennsluréttindanámi frá Háskóla Íslands 1990.
Netfang: iris@mlm.is Sími: 8493215 Vefsíða: www.mlm.is
Jóhanna Lind Jónsdóttir Jóhanna Lind Jónsdóttir starfaði sem listmeðferðafræðingur með börnum og unglingum með tilfinningalegar raskanir á meðferðarheimili í New York. Eftir nám starfaði hún hjá Arts Rx með börnum á einhverfu rófinu, einnig í New York. Hún lauk meistaraprófi í listmeðferð frá New York háskóla árið 2010 og Ba prófi frá Háskóla Íslands í Uppeldis og menntunarfræðum/sálfræði árið 2008. Jóhanna starfar nú sem ráðgjafi á Stígamótum.
Netfang: hannallind@yahoo.com Sími: 8683334
Halldóra Halldórsdóttir Halldóra starfaði á Stígamótum, miðstöð fyrir fullorðna þolendur kynferðisofbeldis, frá 1995 - 2017. Einnig á hópmeðferðardeild LSH á Hvítabandinu í tíu ár og í Kvennaathvarfinu um skeið. Halldóra lauk teiknikennarprófi frá MHÍ , PgDip í listmeðferð (Art Therapy) frá Goldsmiths College, University of London 1990.
Netfang: halldorah@heima.is Sími: 6628489
Harpa Halldórsdóttir Harpa starfar sem listmeðferðarfræðingur hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Samhliða því starfar hún sjálfstætt. Á árunum 2009-2012 vann hún á elliheimili og kvennaathvarfi í Barcelona, með hópa og einstaklinga. Harpa lauk BA í grafískri hönnun frá Háskóla Catalunya (Universidad internacional de Catalunya), 2003, meistaraprófi (MA) í listmeðferð (Art Therapy) frá Háskóla Barcelona (Universidad de Barcelona, Métafora), 2011. Nemur nám í fjölskyldumeðferð meðfram vinnu.
Netfang: harpa30@gmail.com Sími: 7819905
Katrín Erna Gunnarsdóttir Katrín lauk BA prófi í Listfræði frá HÍ 2008, BA prófi í myndlist frá LHÍ 2012 og MSc prófi í listmeðferðarfræði (Art Psychotherapy) frá Queen Margaret University í Skotlandi 2017. Starfar sem listmeðferðarfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL).
Netfang: katrinerna24@gmail.com Sími: 8683858
Rakel Eva Gunnarsdóttir Rakel Eva hefur starfað sem listmeðferðarfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) síðan 2007. Samhliða því hefur hún unnið á listmeðferðarstofunni Sköpun. Rakel lauk mastersnámi í listmeðferð frá Queen Margaret University í Edinborg árið 2006. BÝR OG STARFAR ERLENDIS.
Netfang: rakelevag@gmail.com Sími: 6598452
Rósa Steinsdóttir Rósa starfaði sem listmeðferðarfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) frá 1980, ásamt því að vera með einkasofu. Hún lauk BS í sálfræði frá HÍ og MA í listmeðferð frá Hertfordshire Collage of Art & Design. Frá árinu 1991 hefur hún sérhæft sig í vinnu með börnum og unglingum með greininguna athyglisbrest, með eða án ofvirkni.
Netfang: rosastein@simnet.is Sími: 8970796
Sjöfn Guðmundsdóttir
Netfang: fagrihjalli9@gmail.com Sími: 8993183
Sólveig Katrín Jónsdóttir B.ed (KHÍ), MSc í listmeðferð (Art Therapy) frá Queen Margaret University, Edinborg
Netfang: solveigkatrin@gmail.com Sími: 6963343
Dr. Unnur G. Óttarsdóttir hefur starfað við listmeðferð á ýmsum stofnunum og á eigin listmeðferðarstofu frá 1991. Unnur lauk doktorsprófi í listmeðferð frá University of Hertfordshire í Englandi, meistaraprófi frá Pratt Institute í New York og kennaraprófi (B.Ed.) frá Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur sérhæft sig í listmeðferð fyrir fólk sem hefur orðið fyrir erfiðri reynslu og áföllum. Unnur stundar rannsóknir og fræðistörf í Reykjavíkur Akademíunni og hefur hún skrifað ritrýndar fræðigreinar og bókakafla um listmeðferð, námslistmeðferð og minnisteikningar. Rannsóknarsvið Unnar eru listmeðferð fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áföllum, námslistmeðferð, teikningar og minni ásamt tengslum samtímalistar og listmeðferðar. Unnur er stundakennari við Listaháskóla Íslands og kennir hún einnig listmeðferð við Símenntun Háskólans á Akureyri. Hefur hún flutt fjöldann allan af fræðsluerindum og kennt um listmeðferð og námslistmeðferð á ráðstefnum, í ýmsum háskólum og stofnunum hérlendis og erlendis.
Netfang: unnur@unnurarttherapy.is
Sími: 8670277 Vefsíða: www.unnurarttherapy.is